Kristín útskrifaðist með BA gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í mannabeinafræði frá Háskólanum í Sheffield. Kristín hefur unnið sem fornleifafræðingur í Bretlandi frá árinu 2016 en komið heim til Íslands á sumrin og unnið sem aðstoðar uppgraftarstjóri fyrir rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum. Frá 2020 hefur hún unnið fyrir fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða við skýrslugerð og annarskonar verkefni.