Sigurður útskrifaðist með B.Sc. í líffræði frá Háskólanum í Havaí þar sem hann vann við rannsóknir tengdar vistfræði landsnigla, hann er einnig með M.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands þar sem að hann sérhæfði sig í stofnerfðafræði plantna og er doktors kandídat í líffræði við Háskóla Íslands og Háskólanum á Hólum þar sem hann stundar rannsóknir tengdar þróunarvistfræði ferskvatnsfiska. Sigurður hefur brennandi áhuga á vist-og þróunarfræði og leggur áherslu á rannsóknir sem nota breytileika bæði innan sem og milli stofna sem að auka skilning á þróun líffræðilegrar fjölbreytni. Hann er núverandi forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík og sér um daglegan rekstur stofunnar ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu rannsóknarverkefnum sem koma upp á borð stofunnar.