Margrét er uppalin í Hveragerði en Vestfirðir eiga samt sem áður hug hennar og hjarta sérstaklega Arnarfjörður. Margrét er með Ba próf í fornleifafræði frá Háskóla íslands með þjóðfræði sem aukagrein. Einnig er hún með diplómagráðu á framhaldsstigi í hagnýtri fornleifafræði til starfsréttinda.
Margrét er korter í að ljúka meistararitgerð sinni í fornleifafræði frá Háskóla íslands. Margrét á sér fá áhugamál sem ekki tengjast vinnu en segja má að áhugamálin séu allt sem tengist fortíðinni hvort sem það er á sviði fornleifafræði, sagnfræði, þjóðfræði eða safnafræði. Jarðeðlisfræði hefur líka skipað stóran sess í áhugamálum Margrétar sem er annálaður eldgosa og jarðfræði nörd.