Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022
Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á síðasta ári og má lesa hana á https://nave.snerpill.is/wp-content/uploads/2023/02/Arsskyrsla-2022_minnkud.pdf
Starfsárið 2022 var mjög fjölbreytt og fjöldi verkefna unnin, bæði á rannsóknarstyrkjum og í útseldri vinnu. Stór styrkur fékkst fyrir verkefnið vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum og annar styrkur fyrir samanburðarverkefni á botndýralífi 10 árum eftir að fiskeldi hófst. Fjöldi verkefna voru unnin á sviði fuglarannsókna á Vestfjörðum, en hafist var handa við vöktun á tveimur kríuvörpum, teista talin í Vigur og farið á 10 mófuglasnið. Vöktun á gróðri hófst og steingervingar skráðir í tengslum við verkefnið Vöktun lykilþátta í íslenskri náttúru. Rann-sóknir í tengslum við vegaframkvæmdir frá Bjarkalundi að Skálanesi í Reykhólahrepp voru áfram þungi verkefnanna og nokkrar skýrslur voru gefnar út í tengslum við verkefnið, bæði á rannsóknir á lífríki og fornleifum. Skýrsla var gefin út um rannsóknir í tengslum við áætlanir um virkjanir í botni Dýrafjarðar og aðrar um fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna á Bíldudal. Auk þess voru gerðar rannsóknir í tengslum við fiskeldi, ýmsar rannsóknir á fornleifum í tengslum við vegagerð, skipulag og skógrækt.