Friðbjörg eða Fríða eins og hún er oftast kölluð er búsett á Bíldudal og hefur unnið sem verkefnastjóri í hlutastarfi hjá Náttúrustofu Vestfjarða frá byrjun árs 2019. Hún er með Cand.oecon próf frá Háskóla Íslands og lauk að auki námi til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi frá sama skóla. Fríða sinnir fjármálum og bókhaldi hjá NAVE.