Vorið er að koma!
Heiðlóa (Pluvialis apricaria) sást á sunnanverðum Vestfjörðum um miðjan dag síðastliðinn sunnudag 2. apríl af Cristian Gallo. Það var kærkomin sjón, því í íslenskum þjóðsögum er sagt að tilkoma þessa vaðfugls marki upphaf vors. Heiðlóa hefur vetursetu í Vestur- og Suður-Evrópu og allt suður til Marokkó. Á sumrin verpir um það bil helmingur heiðlóustofn heimsins á Íslandi sem gerir heiðar landsins að mjög mikilvægu búsvæði fyrir stofninn.